Sport

Langhlaupari fékk spjót í síðuna

Betur fór en á horfðist þegar langhlaupari varð fyrir spjóti á Gullmótinu í Róm. Finnski spjótkastarinn Tero Pitkamaki skrikaði fótur þegar hann kastaði spjóti sínu sem fór óeðlilega langt til vinstri og lenti á æfingasvæði fyrir langstökkvara. Þar varð franski stökkvarinn Salim Sdiri fyrir spjótinu með þeim afleiðingum að þriggja sentímetra skurður myndaðist á hægri síðu hans. Atvikið átti sér stað í þriðju umferð spjótkastsins.

Sauma þurfti fimm spor, tvö innvortis og þrjú til að loka skurðinum og má því segja að betur hafi farið en á horfðist. Hann var útskrifaður af spítala í dag en tekur ekki frekar þátt á mótnu. Hann man ekki eftir atvikinu sökum áfalls sem hann fékk í kjölfarið. Spjótkastarinn finnski var á mörkunum að fá taugaáfall eftir atvikið en tók þó næsta kast. Hann var í engu ástandi til að halda einbeintingu eftir atvikið og lauk keppni í öðru sæti en keppt var um milljón dollara verðlaun.

Þetta er í annað sinn á árinu sem slíkt atvik kemur upp á í frjálsíþróttum en tékkneski ólympíumeistarinn í tugþraut, Roman Sebrle fékk spjót í öxlina á æfingu í Suður Afríku í janúar.

Ýtið á „Spila“ til að horfa á myndbandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×