Rússar rifta samkomulagi við NATO um takmörkun á herafla í Evrópu Jónas Haraldsson skrifar 14. júlí 2007 09:43 Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið. Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Rússar hafa tímabundið sagt sig úr samkomulagi sem takmarkar fjölda herdeilda og þungavopna á ýmsum stöðum í Evrópu. Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði undir lög þess efnis nú í morgun. Samkomulagið á að takmarka fjölda skriðdreka, þungavopna og herflugvéla í Evrópu. Rússar segja Evrópuþjóðir ekki vilja staðfesta nýja útgáfu þess, sem gerð var 1999, og tekur á breyttum öryggisaðstæðum í Evrópu eftir lok Kalda stríðsins. Viðræður við NATO í síðasta mánuði um málið skiluðu engum árangri.„Samkomulagið einn af hornsteinum öryggis Evrópu“Talsmaður NATO sagði samkomulagið vera einn af hornsteinum öryggis Evrópu. Eitt af helstu ágreiningsmálunum aðilanna tveggja er þráfylgni NATO varðandi hvar rússneskar hersveitir mega safnast saman.Samkomulagið meinar rússneska hernum að vera of nálægt landamærum ákveðinna ríkja og takmarkar þannig hreyfingar hersins á rússnesku landssvæði. Stjórnvöld í Moskvu vilja meina að þau þurfi að senda herdeildir að landamærum sínum vegna ótryggs ástands í sumum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.Kólnandi samskipti Austurs og VestursÁkvörðun Rússa á sér stað á sama tíma og samskiptum þeirra við Vesturlönd hefur hrakað verulega. Rússar eru ósáttir við útbreiðslu NATO til austurs og segja samtökin ógna áhrifasvæði sínu.Þá hafa Vesturlönd látið í ljós áhyggjur vegna þess hversu tilbúnir Rússar eru til þess að nota gasbirgðir sínar í pólitískum tilgangi.Einnig hefur mál Alexanders Litvinenko, njósnarans sem var myrtur í Bretlandi á síðasta ári, orðið til þess að samskipti Rússa við Breta hafa kólnað verulega.Þá hafa deilur Rússa og Bandaríkjamanna um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu ekki bætt ástandið.
Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira