Erlent

Uppreisnarmenn í Írak sleppa þýskri konu

Annar tveggja þýskra ríkisborgara sem haldið var af uppreisnarmönnum í Írak hefur verið sleppt. Utanríkisráðherra landsins, Frank-Walter Steinmeier skýrði frá þessu í dag. Hannelore Krause hafði verið í haldi í hundrað fimmtíu og fimm daga en var sleppt seinni partinn í gær.

Steinmeier vildi ekkert segja til um hvernig lausn hennar bar að garði. Sonur hennar er enn í haldi uppreisnarmanna en þeir höfðu hótað að drepa þau bæði ef Þjóðverjar myndu ekki kalla hermenn sína frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×