Segir björgunarfólk hafa valdið dauða sonar síns Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 5. júlí 2007 18:22 Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. Michael Barnett heimsótti dánarstað sonar síns í Hessle nálægt Hull þar sem hann lést 25. júní síðastliðinn. Fólk hefur lagt blóm við holræsið þar sem annar fótur Mike sonar hans festist í rist. Á þessum myndum Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem ekki hafa verið sýndar áður sést hvernig höfði Mikes er haldið ofan vatnsyfirborðsins og það er augljóst að honum er kalt og hann er hræddur. Faðir hans vill að myndirnar verði sýndar til að sýna hversu illa aðgerðinni var stjórnað og að enginn tók beina stjórn á staðnum. Michael sagði að slökkvilið, lögregla, sjúkralið og kafarar hafi rifist um hvað ætti að gera og hvað ekki. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að losa ristina sem fótur Mikes var fastur í. Í einni þeirra dróst Mike niður undir yfirborðið í 20 sekúntur. Kafari sem ekki var tilbúinn sést hér setja á sig gleraugun í flýti, en það var um seinan, ekki tókst að losa ræsið. Faðirinn segist hafa stungið upp á aflimun við björgunarmenn, en þeir hafi óttast sýkingu í skítugu vatninu sem gæti dregið hann til dauða. Rannsókn er nú hafin á málinu. Alan Johnson þingmaður Verkamannaflokksins á svæðinu segir að allt gerði gert til að komast til botns í orsökum á dauða Michaels. Læra yrði af atvikinu til að forðast að svipuð atvik endurtaki sig. Michael lést að því að talið er úr ofkælingu eftir nokkurra klukkustunda baráttu í vatninu. Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Faðir manns sem lést í flóðunum í Bretlandi í síðustu viku segir klúður björgunarfólks hafa valdið dauða sonar hans. Hjálparsveitum tókst ekki að losa manninn úr holræsi og hann lést eftir þriggja klukkustunda baráttu. Sláandi myndir af vettvangi voru birtar í dag. Michael Barnett heimsótti dánarstað sonar síns í Hessle nálægt Hull þar sem hann lést 25. júní síðastliðinn. Fólk hefur lagt blóm við holræsið þar sem annar fótur Mike sonar hans festist í rist. Á þessum myndum Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem ekki hafa verið sýndar áður sést hvernig höfði Mikes er haldið ofan vatnsyfirborðsins og það er augljóst að honum er kalt og hann er hræddur. Faðir hans vill að myndirnar verði sýndar til að sýna hversu illa aðgerðinni var stjórnað og að enginn tók beina stjórn á staðnum. Michael sagði að slökkvilið, lögregla, sjúkralið og kafarar hafi rifist um hvað ætti að gera og hvað ekki. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að losa ristina sem fótur Mikes var fastur í. Í einni þeirra dróst Mike niður undir yfirborðið í 20 sekúntur. Kafari sem ekki var tilbúinn sést hér setja á sig gleraugun í flýti, en það var um seinan, ekki tókst að losa ræsið. Faðirinn segist hafa stungið upp á aflimun við björgunarmenn, en þeir hafi óttast sýkingu í skítugu vatninu sem gæti dregið hann til dauða. Rannsókn er nú hafin á málinu. Alan Johnson þingmaður Verkamannaflokksins á svæðinu segir að allt gerði gert til að komast til botns í orsökum á dauða Michaels. Læra yrði af atvikinu til að forðast að svipuð atvik endurtaki sig. Michael lést að því að talið er úr ofkælingu eftir nokkurra klukkustunda baráttu í vatninu.
Erlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira