Íslenski boltinn

Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna

Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi.

Efsta liðið í þessum undanriðli kemst áfram á næsta stig forkeppninnar auk liða í öðru sæti sem ná bestum árangri. Riðill Valsstúlkna verður spilaður í Klakksvík í Færeyjum dagana 9-14 ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×