Erlent

Búist við meiri átökum í Islamabad

Yfirvöld í Pakistan gáfu nemendum í bænaskólanum Rauðu moskunni í höfuðborginni Islamabad frest til klukkan sex í morgun til þess að gefast upp en átök hafa staðið á milli þeirra síðan í gær. Fresturinn rann út án uppgjafar stúdentanna og samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera eru konur og börn að yfirgefa moskuna.

Pakistanski herinn býr sig nú undir frekari átök við stúdentana en hann hefur umkringt moskuna. Ellefu manns létust í átökum hersins og stúdentanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×