Erlent

Rigningarmet slegið í Danmörku

Ekkert lát er á regni í Danmörku
Ekkert lát er á regni í Danmörku MYND/365

Rigningarmet var slegið í Danmörku í síðasta mánuði. Að meðaltali rignir um 55 millimetra í júní en í ár var magnið 124 millimetrar. Ekki hefur rignt jafn mikið á sama tíma síðan árið 1946.

Síðastliðin ár hafa flest veðurmet verið slegin í Danmörku, bæði hvað hita og kulda varðar. Veðurfræðingar spá áframhaldandi rigningu næstu daga og eru Danir farnir að flýja land til að ná sér í sumarblíðu, að því er fram kemur í Jyllands-Posten í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×