Erlent

Obama slær fjáröflunarmet

Barack Obama.
Barack Obama. MYND/AFP

Demókratinn Barack Obama er sá frambjóðandi sem hefur safnað mestum peningum til þess að nota í baráttunni um forsetaefni flokksins. Obama safnaði 32,5 milljón dollara á síðustu þremur mánuðum, eða fimm milljónum meira en Hillary Clinton, sem er hans helsti andstæðingur.

Hann segir velgengni sína í fjársöfnun sýna að Bandaríkjamenn vilji breytingar í stjórnmálum. Obama hefur fengið framlög frá fleiri einstaklingum en Hillary en engu að síður hefur hún forskot á hann í skoðanakönnunum. Aldrei hefur neinum frambjóðanda tekist að safna jafn miklu fé og Obama hefur nú gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×