Körfubolti

Portland valdi Oden í nýliðavali NBA

Greg Oden er hér ásamt David Stern, æðsta manni NBA-deildarinnar.
Greg Oden er hér ásamt David Stern, æðsta manni NBA-deildarinnar. MYND/AP

Nýliðavalið í NBA körfuboltanum fór fram í gærkvöldi sem er það sterkasta í mörg ár. Portland Trail Blazers, sem höfðu fyrsta valrétt, veðjuðu á miðherjann Greg Oden sem var valinn besti varnarleikmaðurinn í háskólakörfuboltanum í vetur. Hann er sagður besti stóri maðurinn til að koma inn í NBA deildina síðan Tim Duncan árið 1997.

Seattle átti annan valréttinn og tók með honum framherjann Kevin Durant frá Texas háskólanum, en hann er af mörgum talinn líklegasti leikmaðurinn til að verða stórstjarna í deildinni í framtíðinni. Seattle lét ekki þar við sitja og skipti stórstjörnu sinni Ray Allen (26 stig í leik í vetur) til Boston í skiptum fyrir fimmta valréttinn, Wally Szczerbiak og Delonte West.

Þá skipti Portland framherja sínum Zach Randolph til New York í skiptum fyrir Steve Francis og Channing Frye og Golden State skipti bakverðinum Jason Richardson til Charlotte í skiptum fyrir áttunda valréttinn.

Smelltu hér til að sjá niðurstöður úr nýliðavalinu í nótt. 



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×