Erlent

Eldsvoði í Stokkhólmi

Stokkhólmur
Stokkhólmur MYND/365

Mikill eldur kom upp í líkamsræktarstöð á Långholmsgatan í Stokkhólmi um hádegisbilið í dag. Einungis liðu tíu mínútur frá því að brunavarnarkerfið fór í gang og þar til staðurinn var orðinn alelda.

Snör viðbrögð starfsmanna urðu til þess að allir komust út en að sögn Anders Bergqvist sem leiddi björgunaraðgerðirnar munaði mjóu þar sem eldurinn breiddist gífurlega hratt út. Tveir slökkviliðsmenn og fjórir aðrir voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun og brunasár.

Eldsupptök voru á sólbaðsstofu staðarins. Ein stúlka var í ljósum. Hún komst út af eigin rammleik en var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Þegar fyrsti slökkviliðsmaðurinn ætlaði inn í bygginguna varð sprenging. Mikill reykjarmökkur var á svæðinu og óttuðust menn að eldurinn myndi læsa sig í nærliggjandi byggingar. Allt tiltækt slökkvilið var á staðnum og náðu slökkviliðsmenn tökum á eldinum upp úr klukkan tvö eða eftir tvo og hálfan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×