Erlent

Tannhvítun ekki hættulaus

Í mörgum tegundum búnaðar til tannhvítunar hefur fundist ólöglega mikið magn vetnisperoxíðs, sem leysir upp liti. Efnið er aðallega notað í hárliti og sótthreinsiefni. Í mælingu á vegum TSI-eftirlitsins var magn vetnisperoxíðs yfir settum mörkum í 18 af 20 vörum. Í einu tilfelli reyndist vera notaður 230 sinnum löglegur skammtur.

Inntaka of mikils magns af þessu efni getur valdið tannholdsbólgu, glerungseyðingu og öðrum kvillum í munni. Sala á tannhvítunarbúnaði hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×