Erlent

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi lokið

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Donghai-brúin er nú næstlengsta brú í heimi
Donghai-brúin er nú næstlengsta brú í heimi NordicPhotos/GettyImages

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi var formlega lokið í dag. Brúin, sem er í Kína, er 36 kílómetra löng verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári. Brúin mun verða sexbreið og heildarkostnaður við hana verður í kringum 97 milljarða króna.

Brúin er staðsett við þungamiðju viðskiptalífsins í Shanghai og er tengd við iðnaðarborgarina Ningbo. Leiðin þar á milli, sem var áður um 400 kílómetra löng, verður nú aðeins 80 kílómetrar. Framkvæmdir við brúna hófust árið 2003.

Brúin nýja er sú lengsta í heimi sem fyrr segir og tekur hún við titlinum af Donghai-brúnni sem er 32,5 kílómetra löng, en hún er einnig við Shanghai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×