Erlent

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi í hungurverfall

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi hafa gripið til þess ráðs að fara í hungurverkfall til að krefjast hærri launa. Hungurverkfallið hófst í dag og kemur í kjölfar mótmælagangna og vinnustopps. Hundruðir sjúkrahúsa hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa.

Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands, segir að ef ríkið verði við kröfum hjúkrunarfræðinganna muni efnahagurinn hrynja. „Ástandið er mjög alvarlegt og þess vegna grípum við til róttækra aðgerða," segir Lilianna Pietrowska, leiðtogi stéttarfélags hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingar segjast hafa verið skildnir útundan á meðan ríkið hefur ítrekað hækkað laun í öðrum starfsgreinum síðan Pólland fékk aðild að Evrópubandalaginu árið 2004.

Í kringum 200 hjúkrunarfræðingar mótmæla nú fyrir utan skrifstofu forsætisráðherrans og fjórar þeirra hafa lokað sig inni í einu herbergi þar í næstum viku. Þessar fjórar byrjuðu hungurverkfallið sem að hinar taka nú þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×