Erlent

Samkynhneigður koss ritskoðaður

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Skólastjórn gagnfræðiskóla í New Jersey segist sjá eftir að hafa ritskoðað myndir sem áttu að birtast í árbók skólans. Skólinn lét afmá myndir af 18 ára karlkyns nemanda kyssa kærasta sinn úr bókinni. Stjórn skólans segist hafa beðið nemandann afsökunnar.

Nemandinn, Andre Jackson, var ósáttur við að forstöðumaður skólans hafi ekki beðið hann afsökunar persónulega. Hann segist hafa heyrt af afsökunarbeiðninni í gegnum fjölmiðla. Skólinn segist ætla að senda öllum nemendum skólans sem vilja óritskoðað eintak af árbókinnni.

„Myndin var tekin úr bókinni vegna þess að við héldum að Jackson væri ekki nemandi við skólann," sagði stjórn skólans. Samkvæmt Jackson var árbókin yfirfull af myndum af gagnkynhneigðum pörum kyssast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×