Erlent

Dæmdur til dauða í Kína

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Kínverskur réttarstóll dæmdi í morgun mann frá Taívan, Chung Wan-yi, til dauða. Maðurinn var dæmdur fyrir að stjórna eiturlyfjahring í Kína. Í gær var annar taívanskur maður líflátinn fyrir svipaðar sakir.

Wan-yi var handtekinn í Kína í febrúar eftir að taívanska lögreglan fann 54,7 kg af heróíni í gámi sem kom frá Taílandi, og létu þeir kollega sína í Kína vita. Einn félaga Wan-yi var dæmdur til dauða með tveggja ára gálgafrest, sem þýðir að með góðri hegðun verður dómnum breytt í lífstíðardóm. Tveir aðrir fengu svo 15 ára dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×