Erlent

Vesturlandabúar lögleg skotmörk

„Málaliðar munu halda áfram að ráðast á vesturlandabúa á götum Indónesíu til að verja íslamska trú," sagði hryðjuverkamaðurinn Abu Dujana við CNN. Hann segir að vesturlandabúar séu lögleg skotmörk.

„Sprenguárásir og annarskonar herbrögð eru möguleg," sagðir Dujana. Lögreglan segir að Dujana sé mesta hryðjuverkaógn sem þeir hafi nokkurn tímann þurft að kljást við. Hann er leiðtogi samtakana Jemaah Islamiyah, en þau samtök eru tengd Al-Qaeda.

Dujana situr í fangelsi í Indónesíu og er sakaður um að hafa verið viðriðinn hryðjuverkaárásina á Balí árið 2002. Yfir 200 manns létust og þar af voru flestir ferðamenn frá vesturlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×