LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast 23. júní 2007 09:46 Við bresku kauphöllina í Lundúnum. Mynd/AFP Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira