Erlent

Mannréttindasinni laminn af samföngum sínum í Kína

AP

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja kínverskan mannréttindasinna ítrekað verið laminn af samföngum sínum að beiðni fangavarða. Chen Guangcheng er laminn fyrir að standa á réttindum sínum samkvæmt samtökunum.

Ástæða barsmíðanna er meðal annars vegna þess að hann bað um að máli sínu yrði áfrýjað og vegna þess að hann neitaði að hár hans yrði rakað af þegar í fangelsið var komið.

Amnesty International segjast hræðast um líf Guangcheng og að hann væri í mikilli hættu innan fangelsisveggjana. Guancheng var dæmdur árið 2006 fyrir eignaspjöll og fyrir að trufla bílaumferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×