Erlent

Skólastelpu í Bretlandi meinað að bera trúartákn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Skólastelpa í Bretlandi ætlar að áfrýja til hæstaréttar til að snúa við banni sem hún fékk fyrir að ganga með skírlífshring í skólanum. Lydia Playfoot, sem er 16 ára, segir að hringurinn sýni fram á að hún hafi tekið þá ákvörðun að bíða með kynlíf þar til hún giftir sig. Hún segir að hringurinn sé trúartákn og ætti því að fá undanþágu frá reglum skólans sem banna skartgripi.

„Þetta er mér mikilvægt því að biblían segir að við eigum að gera þetta. Múslimar fá að ganga með höfuðklúta og aðrir trúarhópar fá að ganga með þeirra trúartákn. Mér finnst að kristnu fólki sé mismunað," sagði Playfoot við útvarp BBC.

Skírlífshringinn á að bera á löngutöng vinstri handar og á hann er ritað „Thess. 4:3-4," sem er tilvitnun í biblíuna. „Guð vill að þú sért heilög, svo þú skalt forðast kynferðislegar syndir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×