Erlent

12 almennir borgarar láta lífið í loftárás Bandaríkjamanna

Loftárás Bandaríkjanna í Afganistan í gærkvöldi varð 12 almennum borgurum og 20 talibönum að bana. Árásin átti sér stað í Helmand héraði sem er í suðurhluta landsins. Hún var hluti af átaki bandaríska og afganska hersins gegn talibönum á svæðinu.

Hópur vestrænna og afganskra hjálparsamtaka birti í gær harða gagnrýni á erlendar hersveitir í landinu og sagði þær ekki vernda almenna borgara nógu vel. Hann gagnrýndi einnig talibana fyrir að dyljast á meðal almennra borgara. Talið er að fleiri en 230 almennir borgarar hafi látið lífið í átökum talibana og erlendra hersveita það sem af er árinu.

Hjálparsamtökin sögðu bandaríska herinn sérstaklega slæman þar sem hann lýtur ekki stjórn NATO. Mótmæli hafa aukist í landinu vegna þessa og krefjast sumir afsagnar Hamid Karzai, forseta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×