Erlent

Kona fær ekki bætur fyrir að vinna ekki lottó

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Helene De Gier tapaði í dag máli þar sem hún vildi fá skaðabætur fyrir að vinna ekki stóran lottóvinning. Málinu er þannig háttað að nágrannar De Gier unnu tæplega 1,2 milljarð í lottói. Sjö nágrannar hennar í bænum Heusden í Hollandi unnu pottinn, en vinningshafarnir voru dregnir eftir póstnúmeri.

Segist konan hafa þjáðst andlega eftir að hafa misst af vinningnum. Hún hefði unnið pottinn ef hún hefði keypt miða fyrir 700 krónur. Dómarinn sagði að skipuleggjendur lottósins væru ekki ábyrgir fyrir eftirsjá þeirra sem ekki keyptu miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×