Erlent

Konu hermanns ekki vísað úr landi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
John Kerry vildi ekki að konunni yrði vísað úr landi
John Kerry vildi ekki að konunni yrði vísað úr landi NordicPhotos/GettyImages

Yaderline Jimenez, eiginkonu Alex Jimenez sem saknað hefur verið í Írak síðan í maí, verður ekki vísað úr landi. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir það. Alex, sem er bandarískur hermaður, hafði sótt um græna kortið fyrir konu sína eftir að þau giftust árið 2004. Yaderline kom ólöglega til landsins frá Dóminíska Lýðveldinu.

Matthew Kolken, lögmaður Yaderline, segir að hún fái ekki græna kortið á eðlilegan hátt. „Ég get ekki hugsað mér meira óréttlæti en að vísa konu hermanns úr landi, á meðan hann er í Írak að berjast fyrir þjóðina og er jafnvel dáinn," sagði Kolken.

Öldungaþingmaðurinn John Kerry, sendi Michael Chertoff heimavarnarráðherra Bandaríkjanna bréf, sem í stóð að ekki ætti að vísa Yaderline úr landi. „Undir engum kringumstæðum ættu Bandaríkin að vísa konu í landi sem er að berjast fyrir þjóð okkur erlendis, þetta er leið fyrir ríkisstjórnina til að sýna þá samúð sem við höfum fyrir fjölskyldur hermanna okkar," stóð í bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×