Erlent

2% múslima í Indónesíu finnst í lagi að beita ofbeldi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Könnun í Indónesíu hefur leitt í ljós að um 2% múslima í landinu telja að trú þeirra leyfi þeim að beita ofbeldi gegn þeim sem eru annarar trúar. Aðstandendur könnuninnar segir það þó samt eiga að valda áhyggjum. 240 milljónir manns búa í Indónesíu.

Könnunin sýnir að um 93% múslima í landinu finnst að íslömsk trú leyfi ekki árásargirni. „Stór hluti múslima segir hryðjuverk og ofbeldi ekki eiga heima í íslam," segir í könnuninni. Jafnframt segir í henni „að það er einhver hluti hópsins sem gæti beitt ofbeldi á vegum trúarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×