Erlent

Thaksin ákærður fyrir spillingu

Thaksin Shinawatra.
Thaksin Shinawatra. MYND/AFP

Saksóknarar í Taílandi hafa lagt fram ákæru á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra landsins. Hann er ásakaður um að hafa hjálpað eiginkonu sinni að eignast land í eigu stjórnvalda fyrir smápeninga. Ákæran sem nú er birt er niðurstaða einnar af tólf rannsóknum sem beinast gegn Thaksin. Hann hefur neitað því gera nokkuð rangt.

Thaksin býr nú í Lundúnum og er orðaður við kaup á enska knattspyrnuliðinu Manchester City, þrátt fyrir að stjórnvöld í Taílandi hafi fryst flestar eignir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×