Erlent

Útblástur eykst stöðugt frá Kína

Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt.

Að sögn John Ashton, loftslagsráðunautar breska utanríkisráðuneytisins, rísa tvær nýjar umhverfisskaðvænar verksmiðjur að meðaltali á viku í Kína. Þá halda ýmis loftlagsmatsráð í Evrópu því fram að losun koltvísýrings frá Kína hafi aukist um 9 prósent á síðasta ári. Til samanburðar jókst losunin um 1,4 prósent Í Bandaríkjunum.

Ríku þjóðirnar verða að sýna Kína gott fordæmi, sagði Ashton við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×