Erlent

Kínverjar nota nefið gegn mengun

Umhverfisstofnun í Kína hefur brugðið á það ráð að ráða til sín ellefu manns með framúrskarandi lyktarskyn. Fólkið á að vinna samhliða mælitækjum til þess að finna lykt af slæmum lofttegundum og þannig veita nákvæmari mælingar en tækjabúnaður einn hefði gert.

Fólkið hlaut þjálfun hjá mengunarsérfræðingum til þess að geta sinnt stöðum sínum. Það segir vinnu sína þó ekki þá bestu, þar sem það þurfi að sitja inni á rannsóknarstofum daglangt og þefa af misvel ilmandi lofttegundum. Engu að síður þurfa þau ekki að óttast að festast í starfinu þar sem líftími Lyktaranna er ekki nema um þrjú ár - eftir það hefur lyktarskyn þeirra dofnað of mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×