Erlent

Norður-Kórea innsiglar kjarnaofn sinn í lok júlí

Stjórnvöld í Norður-Kóreu skýrðu frá því í morgun að þau ætli sér að loka kjarnaofni sínum í seinni hluta júlí. Rússneska fréttastöðin Interfax skýrði frá þessu. Stutt er síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu fengu aðgang að fjármunum sem Bandaríkjamenn höfðu fryst.

Aðgangur að þessum fjármunum, um 25 milljónum dollara, var eitt helsta skilyrði stjórnvalda í Norður-Kóreu fyrir því að hefja kjarnorkuafvopnun sína. Afvopnunin kom í framhaldi af samkomulagi sem náðist í viðræðum við Bandaríkjamenn þann 13. febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×