Golf

Aaron Baddeley efstur eftir 3 hringi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Ástralinn Aaron Baddeley hefur staðið sig best á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Eftir þrjá hringi hefur hann spilað á 212 höggum, eða 2 yfir pari. Tiger Woods átti góðan hring og spilaði á 1 undir pari og komst í annað sætið, með samtals 4 yfir pari.

Angel Cabrera, sá sem leiddi keppnina eftir annan hringinn lék á sex yfir pari í gær og er nú dottinn niður í 7-9. sæti. Aðeins tveir kylfingur léku undir pari í gær og voru það Woods (-1) og Steve Stricker (-2).

Lokahringurinn fer fram í dag og verður fróðlegt að sjá hvort að Baddeley nær að halda forystunni.

Staðan á mótinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×