Erlent

Nýtt kílógramm í smíðum

Oddur S. Báruson skrifar
Vísindamaðurinn Achim Leistner mælir hversu hringlótt kúlan er
Vísindamaðurinn Achim Leistner mælir hversu hringlótt kúlan er MYND/osiro

Vísindamenn í Ástralíu vinna nú hörðum höndum að því að móta nýjan alþjóðlegan staðal kílógramms. Mun hann leysa af hólmi platínustöng frá árinu 1889 sem varðveitt er í Frakklandi. Eins og títt er meðal málma tærist stöngin með tímanum og hefur því lést nokkuð.

Staðgenglarnir verða tvær kúlur. Þær verða úr sérstökum kísli sem rússneskir og þýskir efnafræðingar hafa þróað að í um þrjú ár. Kísillinn þykir afar heppilegur efniviður þar sem hann er stöðugt frumefni og mun því ekki verða fyrir barðinu á geislavirki, tærast eða skemmast vegna raka.

Ekki einungis eiga kúlur þessar að vera nákvæmlega eitt kílógramm hvor og halda þyngd sinni um aldir alda. Aukinheldur skulu þær vera fullkomlega hringlóttar. Stefnt er að því halda skekkjunni innan við 35 milljónustu úr millimetra

Viðkomandi vísindamenn ráðgera að það taki um 12 vikur að fínslípa kúlurnar uns áætlaðri þyngd og lögun er náð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×