Erlent

Verkefnin hrannast upp um borð í Atlantis

Einn áhafnarmeðlimanna á geimgöngu
Einn áhafnarmeðlimanna á geimgöngu MYND/ap

Tveir geimfarar Atlantis hefja í dag viðgerð á varmahlíf þotunnar. Þegar þotan tókst á loft föstudaginn síðasta losnaði hlífin og skemmdist lítillega.

Það má alls ekki bíða lengi með að loka sárinu því innviði þotunnar gæti skemmst frekar ef ofurheitt gas kemst að því. Þetta er þriðja svokallaða geimganga sem ráðist er í síðan Atlantis kom til Alþjóða geimstöðvarinnar.

Á meðan glíma aðrir áhafnarmeðlimir við tölvugalla sem komið hefur upp í stöðinni. Um er að ræða afar mikilvæga rússneska tölvu sem stýrir ferðum stöðvarinnar. Á miðvikudaginn kom í ljós að hún er biluð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×