Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 12:15 Liðsmenn Hamas á Gaza fagna sigri. MYND/AP Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi. Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira