Ebay slítur viðskiptum við Google 15. júní 2007 10:52 Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Stjórnendur Ebay segja að með aðgerðum sínum hafi Google verið að beina sjónum frá netviðskiptakerfinu PayPal, sem Ebay á, til að auglýsa sambærilega þjónustu Google. Ebay er stór auglýsandi hjá Google og greiðir 25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rétt tæpra 1,6 milljarða íslenskra króna, fyrir auglýsingarnar á ári hverju. Breska ríkisútvarpið hefur eftir ráðgjafa hjá markaðsfyrirtæki að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Google. Greinendur telja þó líkur á að Ebay muni draga í land og endurnýja viðskipti sín við Google enda hafi samstarfið skilað góðum árangri fram til þessa. Auglýsingar Ebay hjá Google felast í svokallaðri AdWord-leit þar sem leitarvélin skilar niðurstöðum eftir leitarorðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google. Stjórnendur Ebay segja að með aðgerðum sínum hafi Google verið að beina sjónum frá netviðskiptakerfinu PayPal, sem Ebay á, til að auglýsa sambærilega þjónustu Google. Ebay er stór auglýsandi hjá Google og greiðir 25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rétt tæpra 1,6 milljarða íslenskra króna, fyrir auglýsingarnar á ári hverju. Breska ríkisútvarpið hefur eftir ráðgjafa hjá markaðsfyrirtæki að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Google. Greinendur telja þó líkur á að Ebay muni draga í land og endurnýja viðskipti sín við Google enda hafi samstarfið skilað góðum árangri fram til þessa. Auglýsingar Ebay hjá Google felast í svokallaðri AdWord-leit þar sem leitarvélin skilar niðurstöðum eftir leitarorðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira