Golf

Olazabal byrjar vel á opna bandaríska

Jose Maria Olazabal
Jose Maria Olazabal AFP

Keppni er hafin á Opna bandaríska Meistaramótinu á Oakmont vellinum í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. 156 bestu kylfinga heims taka þátt í mótinu. Tiger Woods hóf leik með því að fá skolla á fyrstu holu, síðan kom fugl og par. Hann er því á pari eftir þrjár holur.

Zach Johnson, sem sigraði á Mastersmótinu á Augusta vellinum í apríl, er á einu höggi undir pari eftir 6 holur. Völlurinn virðist nokkuð erfiður ef marka má skorið hjá fyrstu keppendum sem fara út í dag.

Spánverjinn Jose Maria Olazabal byrjar vel, er á 2 höggum undir pari eftir 6 holur eins og þeir Angel Cabrera frá Argentínu og Pat Perez frá Bandaríkjunum, sem er á 2 undir eftir aðeins 3 holur.

Daninn Thomas Björn er á meðal þeirra sem eru á einu undir pari eftkr 4 holur. Á sama skori eru einnig: Geoff Ogilvy, Stuart Appleby og Bubba Watson.

Frétt af Kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×