Lífið

Dóttir O.J. Simpson mætir fyrir rétt

Aron Örn Þórarinsson skrifar
O.J. Sipmson er ekki enn laus úr viðjum morðanna á Nicole Brown, fyrrum eiginkonu sinnar, og Ron Goldman, ástmanns hennar, þrátt fyrir að hafa verið fundinn saklaus af morðunum á þeim.
O.J. Sipmson er ekki enn laus úr viðjum morðanna á Nicole Brown, fyrrum eiginkonu sinnar, og Ron Goldman, ástmanns hennar, þrátt fyrir að hafa verið fundinn saklaus af morðunum á þeim. MYND/AFP
Dóttur O.J. Simpson, hefur verið gert að mæta fyrir rétt. Fjölskylda Ron Goldmans, sem var myrtur ásamt fyrrum eiginkonu Simpson, reynir nú að fá öllum eintökum af bókinni "If I did it" eytt. Í þeirri bók lýsir Simpson því hvernig hann hefði borið sig að ef hann hefði myrt fyrrum eiginkonu sína og Goldman. Dóttir Simpsons er sögð vera yfirmaður fyrirtækisins sem á réttinn að bókinni.

Hætt var við útgáfu bókarinnar en fjölskylda Goldmans vill að öllum eintökum verði eytt. Eins og frægt er þá var Simpson sýknaður af þessum ákærum í Los Angeles en almennt er talið að hann hafi framið verknaðinn.

Fjölskylda Goldmans höfðaði þá einkamál gegn Simpson. Þar var hann sakfelldur og gert að borga fjölskyldunni 33,5 milljónir dala.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.