Erlent

Genarlow Wilson enn í fangelsi

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Einum og hálfum tíma eftir að dómari hafði úrskurðað að hinum 21 árs gamla Genarlow Wilson yrði sleppt úr fangelsi var honum tilkynnt að hann væri ekki að fara neitt. Saksóknari hafði áfrýjað málinu.

Lögfræðingur Wilsons berst nú fyrir því að Wilson verði sleppt gegn tryggingargjaldi á meðan áfrýjunarferlið stendur yfir. Wilson hefur nú setið inni í rúmlega tvö ár en hann var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja munnmök frá 15 ára stelpu, þegar hann var sjálfur 17 ára. Athæfið var tekið upp á myndband.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess hversu þungur dómurinn var, en til samanburðar má geta að ef að Wilson hefði haft mök við stelpuna hefði dómurinn verið mun vægari samkvæmt lögum Georgíu fylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×