Erlent

Róm endurreist

MYND/ap

Róm til forna hefur fengið endurnýjun lífdaga með tölvutækni. Í nýútkomnu tölvuforriti er að finna nákvæma, stafræna endurgerð borgarinnar eins og hún leit út árið 320.

Fjölmargir arkitektar og fornleifafræðingar hvaðanæva úr heiminum lögðu hönd á plóg og tók verkið um 10 ár. Í forritinu má skoða hvern krók og kima rúmlega 7000 bygginga Rómar til forna, og meira að segja inniviði sumra þeirra, eins og Colosseum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×