Erlent

Palestínska heimastjórnin á bláþræði

Óli Tynes skrifar

Líf palestínsku heimastjórnarinnar hangir á bláþræði eftir heiftarlega innbyrðis bardaga í morgun . Hamas samtökin settu þá Fatah úrslitakosti um að rýma samstundis höfuðstöðvar sínar á Gaza ströndinni. Ellegar yrði gerð árás á þær. Sú árás var gerð skömmu síðar. Ekki er vitað um mannfall en tugir manna hafa fallið í bardögum undanfarna daga.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur skipað bæði sínum sveitum og Hamas að leggja niður vopn. Abbas vísaði til þess að hann er æðsti yfirmaður allra öryggissveita þjóðstjórnarinnar. Það hefur hinsvegar lítið verið hlustað á slíkar tilskipanir hans hingaðtil.

Einn af embættismönnum heimastjórnarinnar segir að það verði ákveðið á næstu klukkustundum hvort Fatah samtökin draga sig út úr heimastjórninni. Abbas minntist ekkert á það í sínu ávarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×