Erlent

Komu í veg fyrir vantrauststillögu

Guðjón Helgason skrifar
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Öldungadeildaþingmenn repúblikana komu í gærkvöldi í veg fyrir að vantrauststilltaga á hendur Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði borin upp á þingi. Ráðherann hefur legið undir ámæli síðan í fyrra þegar hann rak átta ríkissaksóknara. Demókratar segja það hafa verið gert af pólitískum ástæðum en því hafna Repúblíkanar.

Demókrata vantaði sjö atkvæði til að fá tillöguna samþykkta en þá hefði verið hægt að krefjast afsagnar Gonzales. Dómsmálaráðherrann hefur verið umdeildur síðan Bush Bandaríkjaforseti skipaði hann í embætti í febrúar 2005. Minnisbréf hans um yfirheyrsluaðferðir vegna svokallaðs stríðs gegn hryðjuverkum vakti athygli, en í því sagði hann Genfarsáttmálann um meðferð stríðsfanga úreltan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×