Erlent

Tekur Blair kaþólska trú ?

Óli Tynes skrifar
Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands.

Tony Blair mun fara í kveðjuheimsókn í Páfagarð hinn 23. þessa mánaðar, til þess að kveðja Benedikt sextánda páfa. Vangaveltur eru um að hann muni við það tækifæri taka kaþólska trú. Forsætisráðherrann tilheyrir nú ensku biskupakirkjunni.

Eiginkona ráðherrans Cherie Blair er kaþólsk. Breskir fjölmiðlar hafa árum saman velt því fyrir sér hvort hann muni taka kaþólska trú þegar hann lætur af embætti. Embættismenn hafa aldrei svarað því öðru vísi en svo að trú ráðherrans sé hans einkamál.

Talið er að Blair hafi gengið til altaris hjá Jóhannesi Páli heitnum, þegar hann heimsótti Páfagarð árið 2003. Páfagarður hefur aldrei staðfest þann orðróm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×