Erlent

Hamas hóta árásum á höfuðstöðvar Fatah

Fólk fyrir utan byggingu sem ráðist var á í morgun.
Fólk fyrir utan byggingu sem ráðist var á í morgun. MYND/AFP

Vopnaður armur Hamas samtakanna hótaði því í dag að ráðast á öryggismiðstöðvar sem lúta stjórn Fatah hreyfingarinnar ef hún rýmir þær ekki samstundis. Aldrei áður hefur þvílíkur úrslitakostur verið settur fram í deilu fylkinganna tveggja. Hótunin var gerð í yfirlýsingu sem útvarpað var á útvarpsstöð undir stjórn Hamas.

Öryggismiðstöðvarnar sem Hamas hótaði að ráðast á eru aðsetur leyniþjónustu Fatah, höfuðstöðvar varðsveita forsetans Mahmoud Abbas, aðsetur þjóðvarðsliðsins og skrifstofur sérstakrar deildar sem sér um að koma í veg fyrir ofbeldi á Gaza svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×