Erlent

Sumarbústaðir í Danmörku seljast illa

Sumarbústaðir á Jótlandi í Danmörku seljast ekki lengur, jafnvel ekki á vinsælum svæðum í grennd við Árósa. Jótlandspósturinn hefur það eftir fasteignasölum að verðið sé of hátt, eða allt upp í 15 milljónir íslenskra króna fyrir góða bústaði og hafi verðið hækkað um 300 prósent á tíu árum.

Lauslega má áætla að hækkunin sé ekki minni hér á landi og algengt er að góðir nýir bústaðir séu boðnir til sölu á um eða yfir 20 milljónir. Auk þess hafa aldrei fleiri sumarbústaðir verið byggðir hér á landi en í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×