Erlent

Barist á Gaza þrátt fyrir vopnahlé

Hamas og Fatah hreyfingarnar börðust harkalega í gærkvöldi og í nótt þrátt fyrir að vopnahléi hefði verið lýst yfir. 14 manns létu lífið í átökunum. Þrír stuðningsmenn Fatah voru skotnir til bana á sjúkrahúsi í bænum Beit Hanoun. Í nótt var gerð árás á heimili forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniya en hann sakaði ekki í árásinni.

í gærkvöldi gerðu vígamenn árás á byggingu þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Enginn særðist í árásinni en Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, frestaði fundinum og ráðherrar komu sér í öruggt skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×