Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 18:30 Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira