Golf

Birgir Leifur komst áfram í Austurríki

Mynd/Eiríkur
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla.

Hann var að slá vel í dag, en eins og í gær voru púttin ekki alveg að detta. Þetta er tíunda mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á sjö þeirra. Hann er fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum, en ætti að geta fært sig ofar á listanum með góðum leik um helgina.

Ástralinn Richard Green er efstur eftir 36 holur á samtals 11 höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fékk 8 fugla og tvo skolla. Svíarnir Pelle Edberg og Steven Jeppesen og Spánverjinn Miguel Angel Jiménez koma næstir á samtals 9 höggum undir pari.

Gary Houston frá Wales jafnaði vallarmetið á Fontana vellinum í Vínarborg í dag en hann lék á 63 höggum. Hann fékk 8 fugla, þar af sex á seinni níu. Hann er samtals á 7 höggum undir pari þar sem hann lék á 72 höggum í gær og er í 6. sæti.

Frétt af Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×