Golf

Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring

NordicPhotos/GettyImages

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari.

Birgir Leifur sagðist í samtali við Kylfing.is vera nokkuð sættur við hringinn hjá sér í dag en hann hefur keppni á ný um klukkan 10:35 í fyrramálið. Eftir hringinn á morgun verður skorið niður um 70 keppendur á mótinu og ætti Birgir Leifur að eiga góða möguleika á að vera þeirra á meðal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×