Erlent

Ætlaði ekki að gera honum mein

Guðjón Helgason skrifar

Maðurinn sem reyndi að stökkva upp í bíl Benedikts páfa á ferð á Péturstorginu í Róm í morgun hefur átt við geðræn vandamál að stríða og vildi með athæfinu vekja athygli á sjálfum sér. Hann mun ekki hafa ætlaði að gera páfa mein.

Benedikt páfi sextándi var á ferð í bíl sínum um Péturstorgið og veifaði til mannfjöldans á leið sinni að Péturskirkjunni þaðan sem hann ætlaði að flytja vikulega hugvekju sína 35 þúsund gestum. Þar sem páfi veifaði til mannfjöldans á leið sinni í morgun skipti engum togum að karlmaður vatt sér að bílnum og reyndi að stökkva upp í hann á ferð. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru niður. Páfi virðist ekki hafa veitt þessu athygli eins og sjá má á þessum myndum og ekki var ferð hans stöðvuð á meðan maðurinn var yfirbugaður. Páfi flutti síðan hugverkju sína eins og ekkert hefði í skorist.

Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu og síðan fluttur til rannsókna á nærliggjandi geðsjúkrahúsi. Að sögn talsmanns páfa er maðurinn frá Þýskalandi, 27 ára að aldri og hefur átt við geðræðn vandamál að stríða.

Páfi keyrir um í sérhönnuðum bíl sem er meðal annars með stóru skotheldu glerhúsi, svo páfi geti staðið uppréttur á ferð. Glerhúsið var þó ekki á bílnum í dag enda það ekki notað á ferðum um Péturstorgið. Bíllinn sem nú er notaður var sérhannaður fyrir páfann eftir að Tyrkinn Mehmet Ali Agca reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan á Péturstorginu 1981.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×