Erlent

Ætla að sýna Díönu deyja

Óli Tynes skrifar
Díana prinsessa.
Díana prinsessa.
Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu.

Á ljósmyndum sem Channel 4 hefur undir höndum má sjá franska lækna berjast við að halda henni á lífi, meðal annars með því að gefa henni súrefni.

Prinsarnir tveir skrifuðu sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þeir báðu formlega um að þessum myndum yrði sleppt. Birting þeirra væri óvirðing við minningu prinsessunnar og myndi valda þeim sjálfum miklum sársauka og sorg.

Julian Bellamy, yfirmaður stöðvarinnar segist ósammála því að minningu prinsessunnar sé sýnd óvirðing með birtingu myndanna. Þeir hafi vegið og metið beiðni prinsanna á móti lögmætum áhuga almennings á málinu. Niðurstaðan hafi verið sú að myndirnar yrðu sýndar í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×