Erlent

Hikk hikk húrra

Óli Tynes skrifar
Er einokun á útleið ?
Er einokun á útleið ?

Margir Svíar eru ærir af gleði yfir því að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sænska ríkið hefði ekki heimild til þess að banna einstaklingum að kaupa áfengi á netinu. Einni klukkustund eftir að fregnirnar bárust höfðu yfir 13000 manns tekið þátt í skoðanakönnun sænska Aftenposten um hvort þetta væru góðar eða slæmar fréttir. Um 75 prósent sögðust mundu versla á netinu.

Það bárust einnig margar athugasemdir. Eins og; "til hamingju," og "naglinn í líkkistu Systembolaget." Systembolaget er ÁTVR þeirra Svía. Aðrir voru ekki vissir um að þetta skipti máli, þar sem áfengisskattarnir í Svíþjóð verða einnig lagðir á innflutning einkaaðila.

Og svo voru auðvitað þeir sem hafa áhyggjur af því að börn og unglingar eigi nú greiðari aðgang að áfengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×