Golf

16 kylfingar hafa farið holu í höggi í ár

Þótt ekki sé langt liðið á golfvertíðina 2007 eru þegar komnar til skrifstofu GSÍ 16 tilkynningar um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa náð draumahögginu í ár, en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði til GSÍ. Á meðan að svo er, þá er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum.

Allar reglur um hvað gera skal þegar einhver fer holu í höggi má finna á síðu Einherjaklúbbsins á www.golf.is og þar má einnig nálgast skjalið sem þarf að fylla út og senda til GSÍ. Það er einnig til undir SKJÖL í gögnum GSÍ á golf.is.

Á bls. 122 í Handbók kylfingsins frá í fyrra og einnig í Handbókinni, sem nú er að koma út, má finna upplýsingar um málið.

Þau sem hafa tilkynnt um holu í höggi í ár og fengið afrekið viðurkennt eru þessi:

Erna Jónsdóttir Gröndal NK. 31. mái. Nesvöllur. 2. braut.

Ingibjörg Ólafsdóttir GK. 29. maí. Hvaleyrarvöllur. 4. braut.

Ellert B. Schram NK. 25. maí. Nesvöllur. 5.braut.

Sigrún Bragadóttir GR. 18. maí. Korpúlfsstaðavöllur. 9. braut.

Gunnar Geir Gústafsson GV. 13. maí. Vestmannaeyjavöllur. 7. braut.

Valdís Þóra Jónsdóttir GL. 12. maí. Garðavelli. 8. braut.

Stefán Már Stefánsson GR. 10. maí. Grafarholtsvöllur. 2. braut.

Páll Þórir Hermannsson GR. 8. maí. Korpulfsstaðavöllur. 6. braut.

Birna Bjarnþórsdóttir GO. 6. maí. El Rompido Nor GC Spáni. 12. braut.

Ingvar Vigfússon GR.5. maí. Korpúlfsstaðavöllur. 6. braut.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS. 16. apríl. North Shore GC. Orlando Fl. 8. braut.

Björn Sveinbjörnsson GR. 9. apríl.Þorlákshafnarvöllur. 11. braut.

Halldór Ingi Hallgrímsson GKJ. 2. apríl. Hlíðavöllur. 1. braut.

Sigurður Friðriksson GS. 4. mars. Hólmsvelli. 8. braut.

Magdalena S. Þórisdóttir GS. 25. febrúar. Leisure GC Kenýa. 5. braut. Hrafn H. Oddsson GKG. 23. janúar. Bunga Raya GC Kuala Lumpur Malasíu. 5. braut.

www.kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×