Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 18:30 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. MYND/AP Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða. Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira